Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsisvistar í Brasilíu fyrir fíkniefnalagabrot.
Vísir greinir frá.
Sverrir Þór var handtekinn í apríl í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar. Í júlí var hann ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu, hlutdeild í sambærilegum brotum og skipulagða glæpastarfsemi. Hann gæti átt yfir höfði sér 45 ára fangelsisdóm fyrir þau brot.
Vísir greinir frá því að dómurinn, sem féll í nóvember, var á öðru dómsstigi og er fyrir fíkniefnavörslu. Sverrir Þór hafði í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar.