Flugeldasalan betri í ár en í fyrra

Aðalfjármögnunarleið björgunarsveitanna hefur verið flugeldasala.
Aðalfjármögnunarleið björgunarsveitanna hefur verið flugeldasala. mbl.is/Eyþór

„Heilt yfir sýnist okkur að hún hafi gengið nokkuð vel,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spurður hvernig flugeldasalan hafi gengið í ár.

„Okkur virðist sem þetta hafi gengið betur en í fyrra,“ segir hann en tekur fram að ekki sé búið að gera upp söluna.

Sveitirnar þakklátar

Frá því var greint á mbl.is á milli jóla og nýárs að salan hefði farið betur af stað í ár en í fyrra, að sögn Borghildar Fjólu Kristjánsdóttur, starfandi formanns félagsins.

Spurður hvað kunni að skýra söluaukninguna segir Jón Þór erfitt að benda á eitt atriði sem standi upp úr. „Það er erfitt að segja. Það er ekki eitthvert sérstakt munstur, þetta er frekar einstaklingsbundið,“ segir hann spurður um neyslumynstur landsmanna.

Hann segir sveitirnar þakklátar fyrir stuðninginn sem landsmenn hafi sýnt í verki með kaupum á flugeldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert