Kalla eftir lögregluskýrslu um slysið

Leitin bar ekki árangur.
Leitin bar ekki árangur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnuslysið í Grindavík, þegar maður féll í sprungu við störf á svæðinu, er til rannsóknar hjá Vinnueftirlitinu. Stofnunin hefur kallað eftir lögregluskýrslu um málið. Þetta staðfestir stofnunin í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Vinnuslysið er í svarinu sagt einstakt því það tengist náttúruhamförum og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í lengri tíma undir stjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með aðgerðastjórn á svæðinu.

Rannsókn málsins taki mið af því að vettvangur hafi breyst verulega frá slysi. Mikil leit var gerð á svæðinu en henni var hætt þar sem ekki var talið forsvaranlegt að stefna lífi leitarmanna í hættu. Maðurinn er enn ófundinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert