Undirbúa tómataræktun í stóriðjustíl

Óttarr Makuch framkvæmdastjóri Landnýtingar og Halldór Pálsson stjórnarformaður. Á milli …
Óttarr Makuch framkvæmdastjóri Landnýtingar og Halldór Pálsson stjórnarformaður. Á milli þeirra er Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri, en myndin var tekin þegar samkomulag var gert við sveitarfélagið.

Á vegum fyrirtækisins Landnýting ehf. er í undirbúningi að reisa 27 hektara gróðurhús við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Erlendir fjárfestar eru með í spilinu, sem gengur út á að setja á fót eins konar stóriðju í ræktun tómata.

Framleiðslan yrði um 300 tonn á viku, eða um 15.600 tonn á ári, og færi á markað í N-Evrópu og í Bretlandi. Þess má geta að ársframleiðsla á tómötum á Íslandi árið 2022 var 1.460 tonn.

Gæti tekið 10 ár

Uppbygging á þessari grænu stóriðju í uppsveitum á Suðurlandi gæti tekið 10 ár og verðmiðinn er 22 milljarðar króna.

„Þetta er verkefni sem sýnir mjög vel hvaða möguleikar og tækifæri felast í matvælaframleiðslu á Íslandi,“ segir Óttar Makuch, framkvæmdastjóri Landnýtingar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, telur að fleiri slík græn verkefni séu fram­tíðin á Íslandi.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert