Endurhugsa þarf skipulag

Hrafnkell Á. Proppé, fyrrverandi svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir …
Hrafnkell Á. Proppé, fyrrverandi svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir óhjákvæmilegt að eldsumbrotin á Reykjanesi muni hafa áhrif á þróun skipulags. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhjákvæmilegt er að eldsumbrotin á Reykjanesi muni hafa áhrif á þróun skipulags. Jafnframt þurfi að huga að varnargörðum víðar á svæðinu. Þetta segir Hrafnkell Á. Proppé, fyrrverandi svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Miklar framkvæmdir hafa verið fyrirhugaðar á Reykjanesi. Þar með taldar eru hugmyndir um fluglest og flugvöll í Hvassahrauni.

Spurður hvort síður verði ráðist í uppbyggingu íbúða nærri eldstöðvum, í ljósi þessarar þróunar, segir Hrafnkell ótímabært að skera úr um það. Hitt sé ljóst að fram undan sé breytt ferli þegar metið er hversu fýsileg svæðin eru til uppbyggingar.

Hann segist aðspurður fyrst og fremst vera að hugsa um þá jaðra sem séu næst eldstöðvunum á suður- og austursvæði höfuðborgarsvæðisins.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert