Ökumaður var stöðvaður af lögreglunni á Vínlandsleið upp úr klukkan eitt í nótt fyrir að aka á 158 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Ökumaðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Annar ökumaður var stöðvaður um hálftvöleytið í nótt af lögreglunni í Hafnarfirði og Garðabæ, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna.
