Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í þrígang vegna ölvaðs fólks í dag.
Í miðbænum var tilkynnt um ofurölvi einstakling í mótmælum. Sá var vistaður í fangaklefa.
Einnig barst lögreglu tilkynning um ölvaða manneskju í bíó í Breiðholti. Þá hafði lögreglan einnig afskipti af ölvuðum manni í verslun í Hafnarfirði.
Í miðbænum skipti lögreglan sér af manni sem áreitti gesti matsölustaðar í miðbænum.
Í Grafarvogi hafði lögreglan afskipti af öðrum sem var til ama í íþróttahúsi í hverfinu.
