Uppfæra á sjálfsvígsforvarnaáætlun með það fyrir sjónum að aðgerðir hennar tengist gildandi stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum, auk lýðheilsu- og heilbrigðisstefnu.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur falið starfshóp skipaðan níu einstaklingum að koma með tillögu að uppfærðri áætlun. Á hópurinn að skila tillögunni fyrir lok ágúst.
Aðgerðirnar sem hópurinn leggur til skulu vera kostnaðarmetnar og skilgreindar út frá tilgangi, ábyrgð, samstarfsaðilum og samfélagsáhrifum.
Þetta kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.
„Hvert sjálfsvíg hefur gáruáhrif á fjölmarga hópa og tap samfélagsins er mikið. Á grundvelli gildandi aðgerðaáætlunar hefur margt áunnist og mjög gott starf verið unnið,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins.
„Frá þeim tíma sem aðgerðaáætlunin var sett hefur margt breyst bæði í þjóðfélaginu og í sjálfsvígsforvarnavísindum. Brýnt er því að uppfæra aðgerðirnar, aðlaga að nútímanum og nýjustu áherslum á þessu sviði, svo þær skili sem mestum árangri fyrir fólkið í landinu.“
Starfshópurinn hefur heimild til að kalla til sín aðra sérfræðinga og eftir þörfum fulltrúa frá hagsmunasamtökum, mennta- og barnamálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hópinn skipa: