Íbúafundur fyrir Grindvíkinga fer fram í Laugardalshöll í dag. Fundarstjóri er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Beint streymi á að vera frá fundinum en upp hafa komið tæknilegir örðugleikar.
Rætt verður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, stöðu innviða, heimför og aðgengismál.
Þá verða panelumræður. Í panel verða bæjarfulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar (B)
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs (D)
Birgitta Káradóttir Ramsey (D)
Helga Dís Jakobsdóttir (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)