Íbúafundur Grindvíkinga

Íbúafundur fyrir Grindvíkinga fer fram í Laugardalshöll í dag. Fundarstjóri er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.

Beint streymi á að vera frá fundinum en upp hafa komið tæknilegir örðugleikar.

Rætt verður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, stöðu innviða, heimför og aðgengismál. 

Þá verða panelumræður. Í panel verða bæjarfulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn:

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar (B)
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs (D)
Birgitta Káradóttir Ramsey (D)
Helga Dís Jakobsdóttir (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert