Íslensk stjórnvöld fordæma meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en þar segir einnig að íslensk stjórnvöld fordæmi aðför rússneskra stjórnvalda að mannréttindum og frelsi fólks, en fjöldi fólks hefur verið fangelsaður fyrir að hafa opinberlega harmað andlátið og lýst samúð með málstað Navalní.
Þá kemur fram í tilkynningunni að forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík hafi verið kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gert grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní.
Ísland fordæmir fangelsun og illa meðferð þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og frelsi.