Fimm styrkir veittir úr Vinnuverndarsjóði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, ásamt styrkþegum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fjórar rannsóknir og eitt verkefni fengu styrk úr fyrstu úthlutun Vinnuverndarsjóðs, sem settur var af stað á síðasta ári.

Greint er frá þessu í tilkynningu félags og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Sjóðurinn er samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Markmið sjóðsins er að hvetja rannsóknir á vettvangi vinnuverndar og að betrumbæta vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði.

Auglýst verður aftur eftir umsóknum um styrki síðar á árinu og verður styrkupphæðin sú sama.

Þær rannsóknir og verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni eru:

  • Frá vinnuklefa til sófans: Áhrif vinnuaðstæðna á líðan starfsfólks - 3 milljónir króna

Rannsókn á vegum Dr. Thamar Heijstra og dr. Guðbjörgar Lindu Rafnsdóttur, prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands.

  • Áhrif sjálfvirknivæðingar og fjarvinnu á starfstengda kulnun, starfstengd viðhorf, upplifun og hegðun í formi áforma um starfslok, auk tengsla við fjarvistir og starfsmannaveltu - 2,9 milljónir króna

Rannsókn á vegum Arneyjar Einarsdóttur, prófessors við Háskólann á Bifröst og doktors í mannauðsstjórnun, og Katrínar Ólafsdóttur, dósents í Háskólanum í Reykjavík og doktors við vinnumarkaðshagfræði.

  • Áhrif starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga á kulnun í starfi - 2 milljónir króna

Rannsókn á vegum Ásdísar Aðalbjargar Arnalds, doktors í félagsráðgjöf og forstöðumanns félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands.

  • Heilsueflandi vinnuumhverfi og góð vinnustaðamenning í skólum - 1 milljón króna

Rannsókn á vegum dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur, prófessors við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og dr. Önnu Magneu Hreinsdóttur, aðjúnkts við deild kennslu- og menntunarfræða í Háskóla Íslands

  • Vinnuvernd og vinnuréttur - fræðsla fyrir nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn - 1 milljón króna

Verkefni á vegum Tækniskólans, skóla atvinnulífsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert