Varasamt ferðaveður norðvestan til

Gul viðvörun tekur gildi á hádegi.
Gul viðvörun tekur gildi á hádegi. Kort/mbl.is

Gul viðvörun tekur gildi á hádegi á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra.

„Búast má við ákveðinni norðan- og norðaustanátt með snjókomu eða skafrenningi norðan til á landinu seinnipartinn, einkum þó norðvestan til og fram á nótt. Varasamt ferðaveður,” segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Veðurstofan spáir breytilegri átt, 3-10 metrum á sekúndu, og éljum á víð og dreif fram eftir morgni. Snjókoma verður norðaustan til og síðar um allt norðanvert landið.

Gengur í norðan- og norðaustan 13-20 m/s norðvestan til seinnipartinn, annars verður mun hægari vindur. Minnkandi úrkoma verður í kvöld og fer að lægja í nótt.

Norðan 8-15 m/s verða á morgun, él fyrir norðan og austan, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður í kringum frostmark, en kólnandi veður seint á morgun.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert