Árekstur varð á hringtorgi við Skeiðarvog fyrr í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkiliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang. Það urðu þó einungis minniháttar slys á fólki.
Ekki fengust frekari upplýsingar frá slökkviliðinu um málið.