Samningafundi breiðfylkingarinnar, fyrir utan VR, og Samtaka atvinnulífsins, lauk um klukkan hálf sex í kvöld. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari í samtali við mbl.is.
Hún gat ekki tjáð sig frekar um fundinn vegna fjölmiðlabanns samningsaðila.
Fundað var frá því klukkan níu í morgun en boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan 12.
Félögin sem eftir eru í breiðfylkingunni eru Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn.