Fundi slitið í Karphúsinu

Fé­lög­in sem eft­ir eru í breiðfylk­ing­unni eru Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og …
Fé­lög­in sem eft­ir eru í breiðfylk­ing­unni eru Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samn­inga­fundi breiðfylk­ing­ar­inn­ar, fyr­ir utan VR, og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, lauk um klukkan hálf sex í kvöld. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafs­dótt­ir aðstoðarsátta­semj­ari í samtali við mbl.is.

Hún gat ekki tjáð sig frekar um fundinn vegna fjölmiðlabanns samningsaðila.

Fundað var frá því klukkan níu í morgun en boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan 12.

Fé­lög­in sem eft­ir eru í breiðfylk­ing­unni eru Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert