Nýr hluti flugstöðvarinnar tekinn í gagnið

Samtals voru komufarþegarnir 311 í morgun.
Samtals voru komufarþegarnir 311 í morgun. mbl.is/Þorgeir

Ný viðbygging við flugstöðina á Akureyri var í morgun tekin í gagnið. Fyrstu farþegarnir til að fara í gegnum þennan hluta flugstöðvarinnar komu til landsins með flugvélum Transavia og EasyJet.

Voru komufarþegarnir í morgun alls 311 talsins.

Áætlað er að örum áfanga stækkun flugstöðvarinnar ljúki í júlí þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun, að því er fram kemur á Facebook-síðu flugvallarins. Mun þá allt millilandaflug fara í gegnum viðbygginguna.

Ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins fór á vettvang og tók nokkrar myndir.

Úr nýju flugstöðinni í morgun.
Úr nýju flugstöðinni í morgun. mbl.is/Þorgeir
Fyrstu farþegarnir komu með vél Transavia.
Fyrstu farþegarnir komu með vél Transavia. mbl.is/Þorgeir
Starfsfólk flugstöðvarinnar í morgun.
Starfsfólk flugstöðvarinnar í morgun. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka