Mikill reykur kom upp í rútu við N1 í Hafnarfirði sem var á leiðinni úr bænum á áttunda tímanum í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom upp skammhlaup í rafkerfi rútunnar með þeim afleiðingum að mikill reykur myndaðist og mögulega urðu lítilsháttar eldglæringar.
Ferðamennirnir sem voru í rútunni höfðu allir farið þaðan út þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Slökkviliðið hefur lokið störfum og beðið er eftir því að rútan, sem er óökufær, verði fjarlægð.