Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun endurmeta hvernig aðgengi að rýmdum svæðum umhverfis Grindavík verði háttað klukkan 15.00 í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tók í gildi fyrr í dag og gildir til þriðjudags. Hættustig hefur verið lækkað á svæðum 2 og 3, en þar er meðal annars Bláa lónið. Hættustig er óbreytt á öðrum svæðum. Hættumatið er nú það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærdagsins.
Hættumatið gildir frá því klukkan 13.00 í dag til þriðjudagsins 5. mars klukkan 15.00, að öllu óbreyttu.