Góð snjóstaða á hálendi Íslands

Miklum snjó hefur kyngt niður í vetur sem eru góðar …
Miklum snjó hefur kyngt niður í vetur sem eru góðar fréttir. Hér er horft til norðausturs frá Jökulheimum yfir Jökulgrindur þar sem Tungnaá á upptök sín í Tungnaárjökli. Í fjarska sjást Hágöngur, Bárðarbunga, Hamarinn og Kerlingar snævi þakin. Það styttist í að vorleysingar byrji. Ljósmynd/Andri Gunnarsson

Heilt yfir er snjóstaða nokkuð góð á hálendi Íslands. Það eru góðar fréttir fyrir orkubúskapinn.

Vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar er lág og eins og fram hefur komið í fréttum hefur Landsvirkjun neyðst til að grípa til skerðinga á raforku til stórnotenda á landinu.

Snjór er nærri eða yfir meðalári, sérstaklega á vatnasviðum sunnanlands, en lítillega undir meðalári fyrir austan og norðan, segir Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

„Gera má ráð fyrir vorleysingum nærri eða yfir meðaltali þegar vorið nálgast okkur en svo mun koma í ljós í sumar hvernig jökulleysing tekur við sér varðandi fyllingu lóna.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert