Forhertur krotari er á ferðinni

Mynstur án merkingar sem svo víða sést í miðborginni nú.
Mynstur án merkingar sem svo víða sést í miðborginni nú. Ljósmynd/Guðjón Óskarsson

„Þetta eru skemmdarverk og þau verður að stöðva,“ segir Guðjón Óskarsson tyggjóklessubani í Reykjavík. Að næturlagi hefur forhertur veggjakrotari farið víða um miðborgina á síðustu 4-6 vikum og sett merki sitt á veggi, stokka, rusladalla og steina á 60-80 stöðum.

Mynstrið er yfirleitt svipað frá einum stað til annars og ekkert sérstakt verður úr því lesið. Svo virðist sem snöggt rennsli sé tekið með úðabrúsa og skaðinn er skeður.

Guðjón segir að því að hreinsa veggjakrot fylgi oft fyrirhöfn og kostnaður sem viðkomandi húseigandi einn beri. Þessar tölur geti hlaupið á tugum þúsunda króna í hvert sinn. Sumir meira að segja lendi í skemmdarverkum nokkrum sinnum á ári og þá sé orðið um mjög háar tölur að ræða. Mikilvægt sé því að hafa uppi á gerandanum, sem bera verði ábyrgð á gjörðum sínum og bæta fyrir.

„Ég fer víða um bæinn og sé margt. Húseigendur gefa sig oft á tal við mig og eru mjög þreyttir á ástandinu. Veggakrotið er lýti á umhverfi borgarinnar og því verður að grípa í taumana,“ segir Guðjón.

Guðjón Óskarsson.
Guðjón Óskarsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert