Vara við svikum í gegnum rafræn skilríki

Svikum hefur fjölgað samfara aukinni notkun rafrænna skilríkja.
Svikum hefur fjölgað samfara aukinni notkun rafrænna skilríkja. Ljósmynd/Aur

Aur varar við fjölgun netsvika í gegnum rafræn skilríki og biðlar til notenda greiðslumiðlunarforritsins að sannreyna öryggistölur við innskráningu.

„Svikamálum hefur fjölgað samfara aukinni notkun rafrænna skilríkja. Við hvetjum þig til að sannreyna alltaf öryggistölur sem fram koma í skilaboðum frá okkur áður en þú samþykkir rafræna innskráningu,“ segir í tilkynningu Aurs til viðskiptavina. 

Aftur á móti kemur fram það sé algengast að fólk láti blekkjast af SMS-skilaboðum þar sem það er beðið um að smella á hlekk til að gefa upp frekari upplýsingar.

„Það er sterk vísbending um tilraun til svika. Varhugavert getur verið að fylgja hlekk sem þú færð sendan í óumbeðnum SMS skilaboðum,“ segir enn fremur í tilkynninhunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert