Ólafur E. Jóhannsson
„Það er að sjá eins og gosið sé smám saman að lognast út af en kvika haldi áfram að safnast fyrir undir Svartsengi. Það er líklegasta þróunin, þetta lítur þannig út eins og er,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið, spurður um stöðu mála á gosstöðvunum á Reykjanesskaga.
Hættumat Veðurstofunnar á gosstöðvunum er óbreytt en landris heldur áfram undir Svartsengi og kvikuflæði er stöðugt. Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildarkvikuflæði frá dýpi sé að minnka.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.