Landhelgisgæslan kölluð út vegna leka

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landhelgisgæslan var kölluð út laust eftir klukkan 22 í kvöld eftir að leki kom að dráttarbátnum Gretti Sterka úti fyrir suðausturströnd Íslands.

Björgunarskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og Lóðsinn úr Vestmanneyjum koma öll að björgunaraðgerðum að sögn Jóns Þór Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Er ástandið á skipinu talið stöðugt að svo stöddu en alls koma um 20 manns að aðgerðunum. 

Dráttarbáturinn siglir undir færeyskum fána en ekki fengust upplýsingar um hve margir séu um borð.

Uppfært 23:58: 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er mætt á vettvang með dælur meðferðis og eru aðgerðir hafnar við að dæla sjó úr skipinu. Björgunarskipið Þór og Lóðsinn eru enn á leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert