45% aukning á milli ára

Hjólað í vinnuna hófst í tuttugasta og annað sinn í …
Hjólað í vinnuna hófst í tuttugasta og annað sinn í dag. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fjöldi þeirra sem hjóla í Reykjavíkurborg hefur aukist um 45% á milli aprílmánaða 2023 og 2024, samkvæmt hjólatalningum á höfuðborgasvæðinu. Í tilkynningu kemur fram að aukningin í janúar var 38% á milli ára.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur að nást

Samkvæmt borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Einari Þorsteinssyni, er markmið hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025 að nást.

Reykjavíkurborg setti sér markmið um að árið 2025 ættu að vera komnir 50 kílómetrar af hjólastígum, fyrir fjórum árum voru þeir aðeins 32 kílómetrar en þeir eru nú orðnir 42 kílómetrar.

Annað markmið er að 5.000 hjólastæði verði við grunnskóla borgarinnar fyrir árið 2025. Á síðasta ári voru þeir 4.800 talsins.

Reykjavíkurborg vinnur að betri hjólaborg

Heilsuátakið hjólað í vinnuna hófst í tuttugasta og annað sinn í dag og var sett í Elliðaárdalnum. Hvatningarverkefnið á að standa yfir í þrjár vikur eða til 28. maí.

Í tilkynningu segir Reykjavíkurborg að hún styðji heilsuátakið og að starfsfólk hennar hafi verið mjög duglegt að taka þátt.

Margar góðar ástæður eru fyrir því að hjóla í og úr vinnunni, ganga, fara í strætó eða með einhverju móti sem styður hreyfingu. Meðal þeirra má nefna að loftgæði verða betri, íbúar heilsuhraustari og tafir í bílaumferð verða minni.

Willium Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði á setningunni að hjólreiðar væru feikilega góður lífstíll og Alma Möller landlæknir mælti með allri hreyfingu og minnti á að hún bætir svefn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka