Halla: Mikilvægt að halda utan um kristin gildi

„Ég er sjálf hluti af þjóðkirkjunni og ég hef mína trú. Fyrir mér er það ekki vandamál og ég held líka að íslenskt samfélag byggi á gildum – kristnum gildum – sem ég held að sé mikilvægt að halda utan um.“

Þetta sagði Halla Hrund Logadóttir á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is sem haldinn var á Egilsstöðum á mánudaginn.

Forseti þarf að geta tekið utan um alla

Hún sagði að trúarbrögð væru mjög persónuleg fyrir fólk og að það væri mismunandi hversu trúað fólk væri, ef það væri yfirhöfuð trúað.

„En sem forseti þarftu að geta tekið utan um alla í samfélaginu og sameinað og fundið þá lykilþætti sem við erum sammála um. Og ég held að það séu einmitt auðveldir þættir,“ sagði hún.

Halla Hrund á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is.
Halla Hrund á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is. mbl.is/Brynjólfur Löve

Forsetaembættið geti nýst til að færa hlýju

Halla sagði alla vera sammála um þætti eins og manngæsku og gott og heilsteypt samfélag.

„Forsetaembættið getur einmitt nýst til að færa hlýju, til að færa bjartsýni og til þess að vera það embætti sem nær utan um okkur,“ sagði Halla Hrund.

Hátt í 200 manns mættu á forsetafundinn á Egilsstöðum og næst mun Morgunblaðið og mbl.is halda forsetafund með Baldri Þórhallssyni á Selfossi.

Verður hann haldinn þann 14. maí á Hót­el Sel­fossi klukkan 19.30. Þá verður forsetafundur á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri 20. maí klukkan 19.30 með Katrínu Jakobsdóttur.

Horfðu eða hlustaðu á þáttinn í heild sinni á Spotify: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert