Aldrei fleiri dósir í endurvinnslu

210 milljónum eininga af dósum og flöskum var skilað í …
210 milljónum eininga af dósum og flöskum var skilað í fyrra. Ljósmynd/Endurvinnslan

Mikil aukning varð í skilum á flöskum og dósum til endurvinnslu á síðasta ári. Árið var hið stærsta í sögu Endurvinnslunnar hf. sem sér um móttöku umbúða en þá var 210 milljónum eininga með skilagjaldi skilað inn. Jukust skil á milli ára um 15 milljónir eininga.

Fyrir hverja einingu sem skilað er fást 20 krónur og því nam aukningin 300 milljónum króna. Alls skiluðu tæpir 4,2 milljarðar sér til baka í gegnum skilagjaldsskyldar umbúðir árið 2023 en 3,6 milljarðar árið áður.

Samkvæmt upplýsingum frá Helga Lárussyni framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar voru skil í skilakerfinu 87% af öllum umbúðum í fyrra. Auk þess skila drykkjarumbúðir sér til endurvinnslu af grenndargámastöðvum og úr flokkuðu heimilissorpi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert