Ný könnun kynnt í kappræðum efstu frambjóðenda

Búast má við líflegum kappræðum en streymi af kappræðunum verður …
Búast má við líflegum kappræðum en streymi af kappræðunum verður birt klukkan 16 á mbl.is. Samsett mynd/Brynjólfur Löve

Morg­un­blaðið og mbl.is standa fyr­ir kapp­ræðum sem streymt verður á mbl.is klukk­an 16 í dag. Þar að auki verður kynnt ný skoðanakönnun frá Prósent.

Fyr­ir svör­um verða þeir fimm for­setafram­bjóðend­ur sem hlotið hafa 10% fylgi í skoðana­könn­un­um eða meira: Þau Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or, Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri, Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri, Jón Gnarr leik­ari og Katrín Jak­obs­dótt­ir fv. for­sæt­is­ráðherra.

Eng­ir fram­bjóðend­ur aðrir hafa náð 10% fylgi í þeim viður­kenndu skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið í aðdrag­anda for­seta­kjörs.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kappræðurnar.
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kappræðurnar. mbl.is/Hermann

Könnun frá Prósent

Í þætt­in­um verða kynnt­ar glóðvolg­ar niður­stöður síðustu skoðana­könn­un­ar sem Pró­sent ger­ir fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is í þess­ari æsispenn­andi kosn­inga­bar­áttu.

Þar hef­ur gengið á ýmsu og fátt sem bend­ir til ann­ars en að frek­ari svipt­ing­ar geti orðið í loka­vik­unni, en í síðustu könn­un voru þrír efstu fram­bjóðend­ur hníf­jafn­ir.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son beina spurn­ing­um til fram­bjóðend­anna og leit­ast við að hafa umræður mark­viss­ar og hvass­ar.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi kappræðnanna á samfélagsmiðlum mbl.is og Morgunblaðsins.

View this post on Instagram

A post shared by mbl.is (@mblfrettir)

Spurt út í álitamál

Um nóg er að ræða; bæði um for­seta­embættið og yf­ir­lýst áform fram­bjóðenda á for­seta­stóli. Þeir hafa sum­ir lýst vilja til að halda áfram að þróa embættið og auka vægi þess í stjórn­sýslu og þjóðmá­laum­ræðu, en aðrir vilja leit­ast við að halda tryggð við þær hefðir sem um það hafa skap­ast og viðhalda stjórn­festu í því.

Þá verður einnig spurt út í ýmis álita­mál sem vaknað hafa í kosn­inga­bar­átt­unni, jafnt um embættið, völd þess og ábyrgð, sem og frum­kvæði for­seta í land­stjórn­inni, mót­vægi og mörk.

Loks má þar vænta umræðu um fram­göngu fram­bjóðenda, sem varpað get­ur ljósi á hvers vænta má af þeim í for­seta­embætti þegar á reyn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert