Minni kjörsókn utan kjörfundar en í síðustu kosningum

Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla í Holtagörðum.
Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla í Holtagörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 41.176 nú kosið utan kjörfundar, en utan kjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur í kvöld klukkan 22.

„Þetta er minni aðsókn heldur en árið 2020, en svipuð og árið 2016, þá voru alls 44.954 aðilar sem kusu utan kjörfundar,“ segir Ásdís Halla Arnardóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is

Spurð hvort aðsóknin hafi verið mikil í dag segir Ásdís að aðsóknin sé alltaf mest síðustu tvo dagana fyrir kosningar.

Hægt er að kjósa oft utan kjörfundar, en síðasta atkvæðið gildir.

Spurð hvernig er vitað hvað sé nýjasta atkvæði kjósanda hverju sinni segir Ásdís að atkvæðin séu dagsett og tímasett, það sé fylgibréf sem fylgi með kjörseðlinum þar sem komi fram upplýsingar um kjósandann og hvert atkvæðið á að berast, sem kjósandi og kjörstjóri skrifi undir. Í talningunni sé þetta tekið í sundur og þá sjái þeir sem telja hvaða atkvæði er nýjast og vita þá hvaða atkvæði eigi að nota. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert