Fjölgun á Nesinu á kjördag

Það er heldur betur gleðidagur á Seltjarnarnesi í dag, en álft, sem talið er að sé álftin Svandís Sigurgeirsdóttir, eignaðist unga í dag. Talið er að þeir séu fjórir talsins. 

Myndskeið af Svandísi og ungunum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Svandís varð landsþekkt árið 1994 þegar hún sást hreiðra um sig í Sig­ur­geirs­hólma sem þá hafði ný­lega verið reist­ur í Bakka­tjörn. Hólm­inn var nefnd­ur í höfuðið á Sig­ur­geiri Sig­urðar­syni, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Seltjarn­ar­ness, sem lét reisa hann. 

Vonar að ungarnir lifi

Síðasta sumar eignaðist Svandís tvo unga en þeir voru annað hvort étnir eða drepnir innan sólarhrings frá fæðingu.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir þessa fjölgun Svandísar ánægjulega. Hann vonast til að ungarnir fái að vera í friði.

„Nú vonum við að þetta gangi vel,“ segir Þór í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert