Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru nú hnífjafnar hjá veðbankanum Coolbet með stuðulinn 1.90 hvor um sig.
Stuðullinn segir til um ávöxtun peningsins sem veðjað er á ákveðinn frambjóðanda. Það er að segja því lægri sem stuðullinn þeim mun líklegra er talið að frambjóðandinn hljóti kjör. Í gærkvöldi var Halla efst með stuðulinn 1.85 og Katrín í öðru sæti með stuðulinn 2.05.
Töluvert bil er á milli efstu tveggja sætanna og því þriðja en þar situr Halla Hrund Logadóttir með stuðulinn 8.00. Baldur er síðan í því fjórða með stuðulinn 18.00 og Jón Gnarr í því fimmta með 20.00.