Skjálftahrinu við Húsmúla lokið að sinni

Hrinan virðist hafa verið fremur stutt.
Hrinan virðist hafa verið fremur stutt. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálftahrinu við Húsmúla virðist vera lokið að sinni.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, staðfestir það í samtali við mbl.is.

Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að hrina skjálfta hefði mælst við Húsmúla, nærri Hellisheiðarvirkjun.

Jarðvís­inda­menn Veður­stofu telja skjálft­ana ekki til komna vegna niður­dæl­ing­ar við Hell­is­heiðar­virkj­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka