Hætta rannsókn á Óshlíðarmálinu

Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973.
Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Rannsókn á banaslysi við Óshlíðarveg árið 1973 hefur verið hætt. Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókninni en málið var tekið upp að nýju árið 2022. Ríkisútvarpið greinir frá ákvörðun ríkissaksóknara.

Krist­inn Hauk­ur Jó­hann­es­son lést aðeins nítj­án ára gam­all af slys­för­um á veg­in­um um Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Hnífs­dals í Ísa­fjarðar­djúpi 23. september 1973.

At­vikið var á sín­um tíma rann­sakað sem um­ferðarslys, en í apr­íl­mánuði 2022 óskuðu nánustu ætt­ingj­ar hins látna eft­ir því að málið yrði tekið upp á ný þar sem rann­sókn máls­ins hefði verið ábóta­vant.

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hafnaði þeirri beiðni sök­um þess að eng­in ný gögn hefðu borist. Ætt­ingj­ar kærðu þá ákvörðun til rík­is­sak­sókn­ara sem lagði fyr­ir lög­regl­una á Vestfjörðum að skoða ákveðna þætti.

Tvisvar skipað að rannsaka að nýju

Í maí 2022 voru upp líkamsleifar Kristins grafnar upp og voru þær rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum. 

Í októ­ber á sama ári ákvað lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum að hætta rann­sókn­inni og vísaði þá til þess að niðurstaða rann­sókn­ar benti ekki til ann­ars en að farþeg­inn hefði lát­ist af af­leiðing­um um­ferðarslyss.

Í febrúar 2023 felldi ríkissaksóknari ákvörðun lögreglu úr gildi og fyrirskipaði lög­reglu­nni á Vestfjörðum að rannsaka málið frekar, í annað skipti.

Átti þá lögreglan að taka af­stöðu til nýrra gagna og á grund­velli þeirra meta hvort að til­efni væri til frek­ari rann­sókn­ar­gerðar.

Greinagerðin engu breytt

Í umfjöllun RÚV um málið kemur fram að lögreglan hafi aftur komist að sömu niðurstöðu og hætt rannsókn málsins í júlí í fyrra. 30. nóvember síðastliðinn hafi ríkissaksóknari loks staðfest ákvörðun lögreglu, og rannsókn því hætt.

RÚV vitnar í samtal við Helga Jensson, lögreglustjóra á Vestfjörðum, sem segir nýju gögnin sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Útkoman hafi verið sú sama og greinagerðin engu breytt. 

Óshlíðarvegur.
Óshlíðarvegur. Ljósmynd/Gunnar

Hættulegasti vegur landsins

Veg­ur­inn um Óshlíð var opnaður árið 1950 og var al­mennt tal­inn einn sá hættu­leg­asti á land­inu. Þar fór­ust á ann­an tug manna þar til veg­ur­inn vék fyr­ir Bol­ung­ar­vík­ur­göng­un­um sex­tíu árum síðar.

Þar töpuðust manns­líf vegna snjóflóða, grjót­hruns og útafa­kst­urs. Árið 1973 var eng­in lýs­ing á veg­in­um.

Krist­inn fannst lát­inn fyr­ir neðan Óshlíðar­veg­inn og lá fyr­ir ofan bif­reið sem var neðar í fjörunni. Ökumaður­inn og ann­ar farþegi fóru fót­gang­andi inn í Hnífs­dal og til­kynntu um að bif­reið sem þau voru í, ásamt Kristni, hefði farið út af veg­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert