Maðurinn sem fannst látinn er Íslendingur

Líkfundur varð í Þórsmörk í fyrrakvöld.
Líkfundur varð í Þórsmörk í fyrrakvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk í fyrrakvöld er Íslendingur.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Það voru ferðalangar sem fundu manninn sem var látinn og segir Jón Gunnar að ekki sé talið að maðurinn hafi látist með saknæmum hætti. Hann segir að málið sé til rannsóknar en geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert