Opna nýtt kaffihús á Suðurnesjum

Anna Guðrún, Magnea og Margrét Tómasdætur.
Anna Guðrún, Magnea og Margrét Tómasdætur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hér á Hvalsnesi var á æskuárum okkar alltaf mikill gestagangur og hefð fyrir því að taka vel á móti fólki sem bar að garði. Á þeirri góðu hefð ætlum við að byggja hér og starfa,“ segir Margrét Tómasdóttir.

Hún er ein fjögurra systra sem síðar í þessum mánuði ætla að opna Kaffi Golu á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Heiti staðarins vísar til þess að oft er næðingur á þessum slóðum, það er fyrir opnu hafinu.

Hvalsnes er rétt sunnan við Sandgerði, en staðurinn er e.t.v. þekktastur fyrir hlaðna steinkirkju þar, sem var reist árið 1887.

Hvalsnes. Kirkjan, gamla íbúðarhúsið og á milli þeirra stendur kaffihúsið …
Hvalsnes. Kirkjan, gamla íbúðarhúsið og á milli þeirra stendur kaffihúsið nýja.

Hvergi betra að vera

„Við systurnar eigum hér saman gamalt íbúðarhús og land og erum hér mikið. Hvergi er betra að vera,“ segir Margrét, velþekkt úr störfum sínum fyrr á tíð sem hjúkrunarfræðingur og skátahöfðingi Íslands.

Systur hennar eru Anna Guðrún, Guðlaug Þóra og Magnea, dætur Tómasar Grétars Ólasonar og Guðlaugar Gísladóttur, en hún var frá Hvalsnesi. Þar bjuggu foreldrar hennar, þau Gísli G. Guðmundsson og Guðrún S. Pálsdóttir, og dótturdæturnar voru mikið hjá þeim í sínum uppvexti. Bundust staðnum þá sterkum böndum, sem haldist hafa.

Sjá meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert