Þyrlusveitin annast fjögur útköll í dag

Þyrslusveit Landhelgisgæslunnar hefur staðið í ströngu í dag.
Þyrslusveit Landhelgisgæslunnar hefur staðið í ströngu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur alls annast fjögur útköll í dag. Í síðasta útkalli var þyrlusveitin kölluð út til að annast sjúkraflutning frá Neskaupstað vegna veikinda.

Fyrsta út­kall dags­ins var laust eft­ir klukk­an sex í morg­un og var vegna veik­inda um borð á bresku rann­sókn­ar­skipi. Skip­stjór­inn hafði sam­band við stjórn­stöð gæsl­unn­ar í gær­kvöldi og var skipið þá statt um 300 sjó­míl­ur suður af landinu.

Vel gekk að hífa sjúklinginn um borð og var hon­um komið und­ir lækn­is­hend­ur í Reykja­vík í kjöl­farið.

Þetta kemur fram í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.

Skúta með 12 manna áhöfn lenti í vanda

Þá lenti skúta með tólf manna áhöfn í vanda um 60 sjó­míl­um suðaust­ur af Vest­manna­eyj­um. Var leki kom­inn að skút­unni, að því er fram kem­ur í færsl­unni. Önnur þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út til að vera í viðbragðsstöðu í Vest­manna­eyj­um.

Var það bæði vegna skút­unn­ar og sjúkra­flugs­ins.

Á tí­unda tím­an­um var áhöfn­in á TF-EIR kölluð út vegna veik­inda á sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi og var viðkom­andi flutt­ur á Land­spít­al­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert