Vínbúðin við Mývatn lokuð vegna veðurs

Loka þurfti verslun Vínbúðarinnar á Mývatni í dag vegna veðurs.
Loka þurfti verslun Vínbúðarinnar á Mývatni í dag vegna veðurs. mbl.is/Heiddi

Ekki verður hægt að opna verslun Vínbúðarinnar við Mývatn í dag vegna ófærðar. 

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við mbl.is að vegna slæms veðurs á svæðinu komist starfsfólk ekki til vinnu og því sé því miður ekki hægt að opna verslunina. 

„Þetta gerist nú sjaldan, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Sigrún og hlær en það verður að teljast óvenjulegt að færð og veður sé með því móti sem nú er á þessum árstíma. 

Á myndinni má sjá hversu mikið hefur snjóað við Mývatn.
Á myndinni má sjá hversu mikið hefur snjóað við Mývatn. Ljósmynd/Karen Kristjánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert