Áfram appelsínugular og gular viðvaranir

Vindaspá klukkan 12 á hádegi í dag.
Vindaspá klukkan 12 á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það er ekkert lát á veðurviðvörunum þessa dagana en appelsínugular og gular viðvaranir verða á öllu landinu í dag og í kvöld.

Á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði taka gular viðvaranir gildi á bilinu kl. 17-20 og gilda fram til kl. 3 í nótt.

Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eru appelsínugular viðvaranir vegna hríðarveðurs og hvassviðris og á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu eru gular veðurviðvaranir fram eftir morgni.

Í dag er spáð norðvestan 10-18 m/s og 15-23 norðvestan til undir kvöld. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum verður á norðanverðu landinu og bætir í úrkomuna seinni partinn. Hitinn verður 0-5 stig. Það er spáð þurru veðri sunnanlands með 6-12 stiga hita yfir daginn en dálítil væta verður þar í kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert