Engin ákvörðun um nýjan varnargarð

Hrauntungan sem skreið yfir Grindavíkurveg í átt að Svartsengi.
Hrauntungan sem skreið yfir Grindavíkurveg í átt að Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin ákvörðun eða beiðni er komin um að byggja varnargarð á milli Þorbjarnar og Hagafells, til að hindra hraunflæði niður í Svartsengi, en fylgst er með stöðu mála hverju sinni, segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu.

Í kjölfar eldgossins sem hófst fyrir rúmri viku rann hraun yfir Grindavíkurveg norðan við Grindavík og upp að Þorbirni.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er núna einn gígur virkur á Sundhnúkagígaröðinni. Hraunstraumar úr þeim gíg eru til norðvesturs að Sýlingarfelli og meðfram því að norðan. „Varnargarðurinn L6 uppi á fjalli nær á milli Sýlingarfells og Hagafells, hann hindrar það að hraun renni beint frá Sundhnjúki og niður í Svartsengi. Hann stýrir hrauninu fram af og í áttina til suðurs í raun og veru,“ segir Jón Haukur.

Sjá meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert