Fjórhjólaslys við Sólheimajökul

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórhjólaslys varð við Sólheimajökul fyrr í dag. Ekki er um alvarlegt slys að ræða, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins laust eftir klukkan tvö í dag en var þó afturkölluð um 20 mínútum síðar þar sem slysið var ekki jafn alvarlegt og fyrst var talið.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert