Hálka á Holtavörðuheiði og krapi víða

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is

Hálka er á Holtavörðuheiði á Vesturlandi og krapi er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi eru snjóþekja eða krapi á flestum leiðum í Skagafirði en hálkublettir á Öxnadalsheiði.

Þungfært er á Fnjóskadalsvegi og einnig er óvissustig vegna snjóflóða í Dalsmynni. Lokað er um Víkurskarð, að sögn Vegagerðarinnar.

Á Norðausturlandi eru krapi, snjóþekja eða hálkublettir á flestum leiðum.

Á Austurlandi er krapi á Fagradal en hálka er á Fjarðarheiði. Ófært er um Öxi og Mjóafjarðarheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert