Kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla knýi til breytinga

Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið boðuðu fjölmiðla …
Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið boðuðu fjölmiðla á kynningarfund um stöðu drengja í menntakerfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var gerð fyrir ráðuneyti hans muni skila góðum árangri.

Í skýrslunni er leitt í ljós að drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar.

Þar eru einnig lagðar til aðgerðir sem eiga að snúa við þeirri þróun sem hefur átt sér stað í menntakerfinu.

Lagðar eru til átta lausnir með 27 aðgerðum til að koma betur til móts við drengi í skólakerfinu.

Siglum skipinu eins hratt og við getum 

„Ég reikna með því að við munum sjá einhverjar þessara aðgerða fara af stað en alveg rétt að fjármagnið ræður því hversu hratt skipið geti siglt, við munum bara reyna sigla því eins hratt og við getum einnig málefnið brýnt,“ segir Ásmundur Einar Daðason í samtali við mbl.is, spurður hvernig farið verði að því að fjármagna þetta verkefni. 

Ásmundur nefnir einnig að samfélagið geri miklar kröfur til stéttarinnar og leggi samfélagið á herðar hennar en að ekki hafi komið til móts við kennara með því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Það sé því mikilvægt að bregðast við þessu og hlúa betur að kennurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert