Lögregla kölluð út vegna barna með byssur

Mikið að gera hjá lögreglunni í dag.
Mikið að gera hjá lögreglunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst tilkynning um ungmenni með byssur í hverfi 101. Reyndust þetta svo vera krakkar í byssu- og bófaleik.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um mann sem var að bera sig í hverfi 105. Þegar lögreglu bar að var ekkert að sjá.

Þjófnaður í fjórum hverfum

Þjófnaður á veski og buxum frá verslun í hverfi 105 var tilkynntur til lögreglu, sem og þjófnaður frá verslun í hverfi 108.

Lögreglu barst einnig tilkynning um tvo mismunandi þjófnaði í hverfi 110 sem og eitt innbrot í sama hverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert