Magnús genginn úr meirihlutanum í Suðurnesjabæ

Magnús S. Magnússon er lengst til hægri á myndinni.
Magnús S. Magnússon er lengst til hægri á myndinni. Ljósmynd/Suðurnesjabær

Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, er genginn úr meirihlutanum í sveitarstjórninni.

Vísir greinir frá þessu.

Þar segir að Magnús hafi gengið úr samstarfinu vegna trúnaðarbrests meðal Sjálfstæðismanna. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda saman meirihluta í Suðurnesjabæ.

Bæjarfulltrúa skipt úr bæjarráði

Kusu tveir bæj­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, odd­viti þar með tal­inn, ekki með til­lögu Fram­sókn­arflokksins og eins bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gærkvöldi.

Seinna á fund­in­um var þess­um eina bæj­ar­full­trúa skipt úr bæj­ar­ráði og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins tók sæti í hans stað. Var sú til­laga samþykkt en bæj­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar og Magnús kusu gegn til­lög­unni.

mbl.is sló á þráðinn til Ein­ars Jóns Páls­sonar, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins, í gær og sagðist hann kjósa að tjá sig ekki að svo stöddu. Í samtali við mbl.is fyrr í dag segir hann ekkert hafa breyst.

Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert