Mikið viðbragð vegna elds á Hverfisgötu

Sennilega er búið að slökkva eldinn, að sögn Láusar.
Sennilega er búið að slökkva eldinn, að sögn Láusar. mbl.is/Snædís

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að Hverfisgötu 56 vegna elds í byggingu fyrir skömmu. Eldurinn var lítill og er „sennilega búið að slökkva“ allan eldinn.

Þetta segir Lárus Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is. 

Fyrsti dælubíllinn var mættur á vettvang um rétt fyrir klukkan 17.30 en útkallið barst klukkan 17.23.

Eldurinn var að sögn Lárusar ekki mikill og þurfti ekki mikið til til að slökkva hann.  

Mikill viðbúnaður er á Hverfisgötu.
Mikill viðbúnaður er á Hverfisgötu. mbl.is/Snædís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert