Ökumaður stöðvaður með fíkniefni meðferðis

Lögreglan átti í nógu að snúast í dag.
Lögreglan átti í nógu að snúast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla stöðvaði erlendan ökumann í akstri sem reyndist hafa fíkniefni til sölu í bifreið sinni. Hann hefur verið vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynning um óvelkomna aðila

Barst lögreglu tilkynning um óvelkominn aðila í stigahúsi í hverfi 103 og aðra tilkynningu um aðila til vandræða í húsi í hverfi 101, honum var vísað út af lögreglu.

Lögreglu barst tilkynning um sofandi aðila utandyra í hverfi 112 og var honum veitt aðstoð af lögreglu.

Einnig barst tilkynning um aðila í andlegu ójafnvægi í hverfi 108 var færður undir læknishendur af lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert