Önnur gul viðvörun: Gæti verið sú síðasta í bili

Þessari gulu viðvörun fylgir mikil úrkoma.
Þessari gulu viðvörun fylgir mikil úrkoma. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við gulri viðvörun um norðanvert landið annað kvöld. Allar líkur eru á því að þetta verði síðasta gula viðvörunin í bili en eftir hana tekur mun rólegra veður við.

Þetta segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur í samtali við mbl.is.

Slyddu eða snjókomu er spáð á Norðurlandi frá kl. 19 á morgun, föstudag. Búast má við að það dragi úr mesta veðrinu eftir miðja nótt.

Veðurviðvaranir taka gildi kl. 19 annað kvöld.
Veðurviðvaranir taka gildi kl. 19 annað kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Hlýna fer í næstu viku

„Eftir það sem fram líður á vikuna fer að hlýna aftur,“ segir Óli.

Spurður hvort búast megi við því að húsgögn taki á loft segir Óli ekki svo vera. „Nei þessi er ekki nærri því eins alvarleg og það veður sem er búið að vera í vikunni.“

Þá er þetta mest úrkoma, þrátt fyrir að strekkingsvindur fylgi með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert