Rafmögnuðu bílarnir reynast vel

Ein af Teslum lögreglunnar á Vesturlandi á vegum úti.
Ein af Teslum lögreglunnar á Vesturlandi á vegum úti. Ljósmynd/Aðsend

Aukin hagræðing og skilvirkni hefur náðst í starfsemi Lögreglustjórans á Vesturlandi með þeirri umhverfisstefnu sem þar er fylgt.

Á loftslagsdeginum 2024 sem haldinn var í síðustu viku á vegum Umhverfisstofnunar fékk embættið sérstök hvatningarverðlaun fyrir einstakan árangur í umhverfisstarfi á árinu 2023 og fyrir að uppfylla öll þau fimm grænu skref í ríkisrekstri sem sett hafa verið. Þetta er samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun hefur sett og er reglunum ætlað að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla vitund starfsmanna um hvað sé grænt og gott.

„Í umhverfisstefnunni má segja að hverjum steini hafi verið velt við í starfseminni hér,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi, í samtali við Morgunblaðið. Hann er einn fimm starfsmanna sem myndað hafa hóp sem hefur rýnt starfsemina með umhverfismálin að leiðarljósi. Þannig var byrjað á því, leiðbeiningum samkvæmt, að fara yfir notkun á rafmagni og heitu vatni með betri orkunýtingu að leiðarljósi.

Flokkun á úrgangi er alveg á hreinu

Innkaup embættisins þurfa einnig að vera umhverfisvæn og er miðað við að kaupa aðföng sem eru vottuð. Flokkun á úrgangi þarf sömuleiðis að vera alveg á hreinu, í tvöfaldri merkingu þeirra orða. Svona má áfram telja. Þetta er verkefni sem hófst árið 2021 og hefur starfið unnist hratt og örugglega síðustu misserin.

Stóra málið í umhverfisstefnu Lögreglustjórans á Vesturland er bílaútgerðin. Varðsvæðið spannar Akranes og nálæg svæði, Borgarfjörð upp til jökla og heiða, Snæfellsnes og Dali. Til þess að sinna þessu svæði þarf nokkurn fjölda lögreglubifreiða og eru flestar þær sem embættið er með knúnar hreinorku – það er rafmagni. Hybrid-bílarnir eru tveir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert