Semja um auðlindir Krýsuvíkur

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Tómas Már Sigurðsson undirrita samning …
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Tómas Már Sigurðsson undirrita samning aðila um auðlindanýtingu í Krýsuvík. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gær samning bæjarins og HS Orku um einkarétt fyrirtækisins til að rannsaka og síðan virkja jarðvarma sem og að afla ferskvatns í Krýsuvík sem er í eigu bæjarins. Samkvæmt samningnum eru auðlindaréttindin leigð HS Orku til 65 ára.

Kveðið er á um að fyrir auðlinda- og virkjunarrétt í Krýsuvík skuli HS Orka greiða sem nemur 6% af tekjum af sölu heits vatns til hitaveitu, raforku og fersku vatni frá svæðinu, að frádregnum kostnaði vegna raforkuflutnings og öðrum þeim gjöldum sem Landsnet innheimtir. Á undirbúningstíma framkvæmda greiðir fyrirtækið Hafnarfjarðarbæ 300 milljónir króna, auk fasteignagjalda og lóðarleigu.

Samningurinn kveður á um rétt HS Orku til að virkja jarðvarma, afla ferskvatns, aðra auðlindanýtingu og að reisa orkuver. Leiði rannsóknir í ljós að um hagkvæman virkjunarkost sé að ræða ber fyrirtækinu við ákvörðun um stærð orkuvers að taka tillit til umhverfissjónarmiða og möguleika til nýtingar jarðvarmaauðlindarinnar til lengri tíma. Gert er ráð fyrir að rannsóknarboranir hefjist í haust. „Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert