Snjóþungi fellir spörfugla

Hrossagaukur leitar sér að æti í snjónum í Axarfirði.
Hrossagaukur leitar sér að æti í snjónum í Axarfirði. Ljósmynd/Ólafur K. Nielsen

Óveðrið sem geisað hefur á Norðausturlandi síðan á mánudag hefur ekki aðeins sett samgöngur og atvinnustarfsemi úr skorðum, heldur gætir áhrifa þess einnig í lífríkinu.

Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, telur áhrif snjóþungans á lífríkið mikil, einkum á fugla. Varptími margra fuglategunda stendur nú yfir. Hann líkir óveðrinu við hönd dauðans sem leggist yfir landið.

„Mófuglarnir koma verst út úr þessu. Það er enn það snemma árs að langflestir fuglar liggja enn á eggjum í hreiðrum sínum,“ segir Ólafur, sem er sjálfur staddur í fannferginu í Öxarfirði, á Norðausturlandi.

Mófuglar eru þeir fuglar sem velja sér opið mólendi og mýrlendi til varps, en láglendi Íslands er eitt mikilvægasta varpsvæði mófugla í Vestur-Evrópu. Mismunandi er eftir tegundum hve þroskaðir ungarnir eru við klak, en flestir eru þeir algerlega ósjálfbjarga.

„Varpið er því í raun fyrir bý hjá þessum helstu tegundum, s.s. þúfutittlingnum, skógarþrestinum, auðnutittlingnum, spóanum, heiðlóunni og lóuþrælnum.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert