Tveir jarðskjálftar um 2 að stærð mældust í Öskju rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.
Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er engin hrina í gangi á svæðinu en landris hefur verið þar frekar lengi.
Hann segir Veðurstofuna fylgjast vel með Öskju eins og öðrum eldfjöllum.