Um 60 stjórnarfrumvörp bíða

Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú erum við stödd á þeim tímapunkti ársins að við horfum á hvaða þingmál er raunhæft að klára. Undir eru um 60 mál frá ríkisstjórninni og eru langflest þeirra komin vel á veg, en misumfangsmikil eins og gengur. Nú þurfum við að gera stöðumat á því hvað er raunhæft að klára og hvað ekki.“

Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Nú standa yfir samtöl á milli þingflokksformanna þar sem fjallað er um hvaða lagafrumvörp mest áhersla er lögð á að fái brautargengi fyrir sumarleyfi Alþingis sem áformað er föstudaginn 14. júní skv. starfsáætlun þingsins. Mögulegt er þó að þingi verði framhaldið nokkrum dögum lengur.

„Okkar forgangsmál þennan þingvetur hafa verið útlendingamálin m.a., eins og engum ætti að dyljast. Núna bíður það lokaatkvæðagreiðslu. Nú er verkefnið að fara yfir hvaða önnur mál við treystum okkur til að klára og það samtal er í gangi núna,“ segir hún.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert